Haraldur Erlendsson

Geðlæknir

Haraldur Erlendsson

Haraldur er fæddur í Kaupmannahöfn en ólst upp í Reykjavík og starfaði á annan áratug í Bretlandi. Hann útskrifaðist úr læknadeild Háskóls Íslands og starfaði á Borgarspítalnum á endurhæfingar og taugadeild og svo á lyfjadeild. Hann tók nám í taugalækningum í London (DCN). Hann starfaði í nær fimm ár við heilsugæslu á landsbyggðinni og var læknir á Flateyri þegar snjófljóðin féllu 1995. Þá byrjaði hann að vinna með fólk með áfallastreitu og í framhaldi af því lærði geðlækningar í Bretlandi og kláraði sérfræðiprófin 1999 og mastersnám 2000. Hann starfaði sem sérfræðingur í geðlækningum í Sussex í East Grinstead og síðar í Hastings. Hann byrjaði svo að starfa með konur með mikla áfallastreitu og jaðarpersónuleikaröskun í 10 ár Þá var hann yfirlæknir í Cygnet Hospital Bierley í Bradford og síðar geðlæknir í Dean Hospital hjá Partnership in Care. Árið 2012 flutti hann heim til Íslands og tók við sem yfirlæknir og forstjóri á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Hann lét af störfum þar 2019 og hóf stofurekstur fyrst í Hveragerði og síðar í Kópavogi.

Hans áhugasvið: áföll, áfallavinnu, ADHD, ímyndunaraflið og draumar.